-
Hér eru nokkrar myndir af leikskólalóð Ásgarðs. Í sumar verða gagngerar endurbætur á lóðinni og mikið verk þar framundan.
Umhverfisfréttir
Húnaþing vestra
20 júlí 2008
Hvammstangi
Framkvæmdir á leikskólalóðinni
-
Í sumar voru miklar framkvæmdir á lóð leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga. Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum. Á myndunum hér fyrir neðan eru smiðirnir hjá ,,Reynd að smíða" að leika listir sínar, Pétur Daníelsson verktaki að krabba nýtt yfirborðsefni yfir girðinguna og Skúli verktaki frá Tannstaðabakka að koma með þökur. Það var umhverfis- og garðyrkjustjóri Húnaþings vestra sem hafði yfirumsjón með verkinu og vinnuskólinn hjálpaði til við þökulagningu og gróðursetningu nýrra trjáa.
18 júlí 2008
Nýtt trjábeð á Laugarbakka
-
Starfsfólk og nemendur við Vinnuskóla Húnaþings vestra eru þessa dagana að vinna við gerð trjábeðs á Laugarbakka. Um er að ræða allstórt beð með náttúrugrjóti úr Miðfirði og allskyns skrauttrjám og runnum, s.s. hansarósum, myrtuvíði, loðvíði og blágreni. Ennig er verið að taka í gegn eldri trjábeð á svæðinu og til stendur að koma fyrir bekk og ruslabiðu svo íbúar og gestir geti sest niður og notið gróðursins og útsýnisins yfir Miðfjörðinn.
16 júlí 2008
Lygn sjór
12 júlí 2008
-
Nokkrar myndir sem ég tók á ferð minni um Hvammstanga. Fyrsta myndin sýnir vinnuskólanemanda að hreinsa illgresi frá gangstétt, næsta sýnir nýjan bekk og trjábeð við Hvammstangabrautina, næst er það einn af flokkstjórum vinnuskólans, Gunnhildur, sem átti leið hjá, og að lokum flugdreki yfir gamla bænum.
10 júlí 2008
Mikil umsvif hjá HH Gámaþjónustu
-
Það er mikið um að vera hjá HH Gámþjónustunni á Hvammstanga. Fyrir utan að sjá um alla sorphirðingu í sveitarfélaginu þá hafa þeir einnig umsjón með nýja gámasvæðinu á Hvammstangahöfn. Hér eru myndir sem ég tók af Hrannari og Matta þegar þeir voru að fylla flutningabíl af pappa sem búið var að safna og bagga saman. Pappinn er síðan keyrður í burt í endurvinnsluferli.
08 júlí 2008
Eldur í Húnaþingi
18 júní 2008
Myndir frá Hvammstanga
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)