18 júlí 2008

Nýtt trjábeð á Laugarbakka

-
Starfsfólk og nemendur við Vinnuskóla Húnaþings vestra eru þessa dagana að vinna við gerð trjábeðs á Laugarbakka. Um er að ræða allstórt beð með náttúrugrjóti úr Miðfirði og allskyns skrauttrjám og runnum, s.s. hansarósum, myrtuvíði, loðvíði og blágreni. Ennig er verið að taka í gegn eldri trjábeð á svæðinu og til stendur að koma fyrir bekk og ruslabiðu svo íbúar og gestir geti sest niður og notið gróðursins og útsýnisins yfir Miðfjörðinn.





Engin ummæli: