-
Það er mikið um að vera hjá HH Gámþjónustunni á Hvammstanga. Fyrir utan að sjá um alla sorphirðingu í sveitarfélaginu þá hafa þeir einnig umsjón með nýja gámasvæðinu á Hvammstangahöfn. Hér eru myndir sem ég tók af Hrannari og Matta þegar þeir voru að fylla flutningabíl af pappa sem búið var að safna og bagga saman. Pappinn er síðan keyrður í burt í endurvinnsluferli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli