Þessa dagana er verið að ljúka umfangsmikilli og langþráðri göngustígagerð á Hvammstanga. Í sumar hafa starfsmenn Vinnuskóli Húnaþings vestra, í samvinnu við erlenda sjálfboðaliða, áhaldahúsið og verktaka, grafið fyrir göngustíg sem í daglegu tali hefur hlotið nafnið Ormurinn langi.
Pétur Daníelsson, verktaki, krabbar efni í göngustíginn til móts við Syðri-Hvammsá. Fyrir ofan veginn má sjá Kirkjuhvamm og Vatnsnesfjall.
Áfanginn sem er nú að klárast liggur frá þjónustuhúsi tjaldsvæðisins í Kirkjuhvammi og niður í skógræktina fyrir ofan Hvammstanga. Þegar vinnu við stíginn lýkur verður hægt að ganga eftir göngustígnum frá hafnarsvæðinu á Hvammstanga, í gegnum skrúðgarðinn, skógræktina og upp að tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi. Göngustígurinn gefur íbúum kost á aukinni útivist og náttúruuplifun auk þess að stytta verulega leið tjaldsvæðagesta sem ferðast um á tveimur jafnfljótum um bæinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli