Starfsfólki Vinnuskólans hefur fækkað jafnt á þétt undanfarnar vikur enda eru flestir nemendur skólans fyrir allnokkru sestir á hefðbundinn skólabekk. Fáeinir starfsmenn eru þó enn að störfum og ekki veitir af því gróður heldur áfram að vaxa og verkefnin er næg hvert sem litið er.
Þessar tvær starfstúlkur Vinnuskóla Húnaþings vestra, Gulla og Dóra, voru snyrta grasflatir í miðbæ Hvammstanga þegar fréttaritari náði af þeim mynd.
Þeir starfsmenn sem eftir eru munu halda áfram að sinna reglubundnu viðhaldi beða og grasflata, auk þess að halda áfram með nokkur stærri verkefni sem hafa staðið yfir í sumar, s.s. göngustígagerð, þökulagnir og gróðursetningu. Áætlað er að senda fljótlega Fréttabréf Vinnuskólans sumarið 2006 til íbúa sveitarfélagsins þar sem verkefnum sumarsins verða gerð nánari skil. Gert er ráð fyrir að starfi vinnuskólans ljúki í enda þessa mánaðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli