17 júní 2008

Útbleiksstaðir

-
Í gærkvöldi tók ég myndir við Útbleikstaði á Heggstaðanesi. Þar er nú myndarlegt um að litast og nokkuð stórfenglegt að sjá hve ómjúkum höndum tíminn fer um mannvirkin. Hér má sjá mikið af riðguðum verkfærum, rekavið og tóftir torfhúsa. Íbúðarhúsið og útihúsin eru mjög myndrænar fyrirsætur og vangaveltur um sögu þessa staðar vakna í kollinum er gengið er um heimatúnið. Þegar horft er austur frá bænum sést Hvammstangi vel handan Miðfjarðar.
-





-

Engin ummæli: